top of page

Halló !

Verið þið velkomin á síðuna mína!

Ég heiti María Ester Guðjónsdóttir

og hef meira en áratuga reynslu í ferðaþjónustu.

Sérhæfing mín snýst um sjálfbærni í ferðaþjónustu,

þar sem ég vinn markvisst að því að hjálpa fyrirtækjum

að innleiða sjálfbærar lausnir og þróa ábyrgð í starfsemi sinni.

Ég er með menntun í ferðaþjónustu og sjálfbærri þróun, auk þess að hafa unnið í ýmsum hlutverkum innan ferðaþjónustunnar, svo sem rekstri, stjórnun, birgjaviðræðum og samskiptum við viðskiptavini m.a. á tjaldsvæði, hóteli og ferðaskrifstofu . Ég hef lokið námskeiði og prófum hjá GSTC - Global Sustainability Tourism Counsil, sem heitir á íslensku Alþjóðaráðið um sjálfbæra ferðaþjónustu. Þar er ég með leyfi til að starfa sem úttektaraðili í sjálfbærri ferðaþjónustu og persónulega vottun um að hafa lært á staðlana þeirra. 

Ég hef einnig lokið námskeiði og staðist próf hjá Travelife fyrir ferðaskrifstofur sem heitir sjálfbær stjórnun (e.  Sustainability management).

Ásamt fleiru skemmtilegu, þau sem vilja kynnast mér betur eru velkomin/ið að skoða ferilinn minn á Linkedin síðunni minni.

​​

Þjónusta mín inniheldur:

  • Vinnustofur: Fræðsla fyrir starfsfólk um sjálfbærni og tengd málefni.

  • Ráðgjöf: Sérsniðin ráðgjöf fyrir fyrirtæki sem vilja bæta sjálfbærni í starfsemi sinni.

  • Skýrslugerð: Aðstoð við skýrslugerð og stefnumótun.

  • Úttektir: Undirbúningur fyrir úttektir eða innleiðingar á sjálfbærri ferðaþjónustu.*

  • Markaðssetning: Aðstoð við efni á vefsíðum og samfélagsmiðlum með áherslu á sjálfbærni.

* ATH: Ef ég veiti aðstoð eða ráðgjöf, mun ég ekki geta starfað sem úttektaraðili fyrir fyrirtækið.

Markmið mitt er að styrkja íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í að bjóða upp á upplifanir og þjónustu sem eru í sátt við samfélagið, náttúruna og menningu Íslands.

Viltu taka næsta skref í átt að sjálfbærni?

Hafðu samband og leyfðu mér að aðstoða þig við að innleiða sjálfbærar lausnir sem stuðla að betri framtíð fyrir ferðaþjónustu á Íslandi.

  • LinkedIn
image_edited.jpg
image.png
image.png
image.png
image.png

Síðan og fróðleikurinn

Þessi síða er hugsuð sem upplýsinga- og fræðsluvettvangur fyrir öll sem hafa áhuga á sjálfbærri ferðaþjónustu á Íslandi.

Það hefur lengi verið mér hjartans mál að efla fræðslu og miðla upplýsingum á íslensku til þeirra sem starfa í ferðaþjónustu.

Þó að margt gott efni sé til staðar á stofnanasíðum og erlendum vettvangi,

fannst mér vanta vettvang sem talar beint til fólksins í greininni.

Ég ákvað því að gefa sjálfri mér þessa síðu, ásamt Instagram og Facebook síðu, í jólagjöf árið 2024.

Þetta verkefni sameinar áhuga minn, reynslu og brennandi áhuga á að stuðla að sjálfbærri þróun í íslenskri ferðaþjónustu.

Markmið síðunnar:

  • Deila hagnýtum upplýsingum og fróðleik um sjálfbæra ferðaþjónustu.

  • Koma á framfæri leiðbeiningum og verkfærum fyrir fyrirtæki og einstaklinga í ferðaþjónustu
    sem vilja bæta sjálfbærni í starfsemi sinni.

  • Vera vettvangur fyrir nýjungar, rannsóknir og góðar fyrirmyndir í greininni.
     

Efni síðunnar:
Upplýsingarnar á síðunni eru byggðar á mínum eigin rannsóknum, vinnu minni og þeirri þekkingu

sem ég hef öðlast í gegnum árin, bæði í námi og starfi.

Að auki byggi ég á gögnum frá öðrum rannsóknum, fræðiritum og þekkingu þeirra

sem hafa deilt reynslu sinni og þekkingu á þessu sviði.

Ég vona að þessi síða geti veitt þér innblástur og verkfæri til að taka þátt í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu á Íslandi.

Hvort sem þú ert starfsmaður, stjórnandi eða áhugamaður, þá er markmið mitt að hjálpa þér að ná meiri árangri með sjálfbærum lausnum sem skila sér til náttúru, samfélags og ferðamanna.

Hafðu samband eða vertu með á samfélagsmiðlunum:
Fylgstu með á Instagram og Facebook til að fá nýjustu fréttirnar, fróðleik og hvatningu

til að gera íslenska ferðaþjónustu enn sjálfbærari.

  • Facebook
  • Instagram

Hafðu samband!

Ég er alltaf að leita að nýjum og spennandi tækifærum. Heyrðu í mér ! 

bottom of page